Að sigra heiminn er eins og að spila á spil,
með spekingslegum svip og taka í nefið.
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það var nefninlega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Tattoo
Ég var að fá mér tattoo númer tvö áðan. Eða eiginlega númer tvö og þrjú. Ég fékk mér kínverskt S og R á hægri ökklann. Það kemur mjög flott út. S-ið er svona eins og þríhyrningur í laginu en R-ið meira eins og kassi, svaka flott. :) En ég var búin að gleyma hvað þetta er asskoti vont...