miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Söngur
Skólasetningin í Söngskólanum í Reykjavík var í dag. Það var merkilega gaman. Skólastjórinn var bara skemmtilegur í ræðunni, við fengum að hlusta á útskrifaðan söngnema (mjöööög flott) og svo hitti ég kennarann minn. Hún virkaði bara fín þótt að ég muni ekki hvað hún heitir... Ég hlakka svoooo til að fara loksins aftur í tónlistarnám!!! :) Ég hugsa að það sé mín hilla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli