mánudagur, janúar 29, 2007

Grillið

Við mamma fórum á Grillið á Hótel Sögu á laugardaginn. Það var algjört æði! Ég átti gjafabréf frá því að ég var á Dominos. Ég fékk humar í forrétt, lamb í aðalrétt, súkkulaði fondú í eftirrétt. Mamma fékk sér dádýrasteik og svo eftirrétt sem var kveikt í. Mjög flott. Og náttla vín með. Svo fórum við að reikna og komust að því að við vorum ekki komnar upp í gjafabréfið. Þannig að ég dæli meira víni og kaffi í mömmu og fékk mér sjálf annan eftirrétt. :) Ávaxtaís. Mjög gott. Þannig að kvöldið var algjör draumur í dós! :)

Eftirmaturinn hennar mömmu

Engin ummæli: