Ég fór út að borða á Humarhúsið á miðvikudaginn, í tilefni að afmælinu hennar mömmu. Og ég fékk besta humar sem ég hef nokkurn tíma smakkað! Hann bráðnaði upp í manni. :) Mamma fékk sér nautasteik. Svo fengum við okkur súkkulaðiköku í eftirrétt og mamma pantaði dýrasta grandið á matseðlinum! En samt borguðum við bara 500 kr.... ;)
Á fimmtudaginn fór ég svo á Footloose. Það var alveg rosalega gaman! :) Sjaldan skemmt mér eins vel í leikhúsi. Halla Vilhjálmsdóttir er líka algjör snilldarleikkona! Ótrúlega flink. Og leikmyndin var líka mjög flott, enda hönnuð af Móeiði frænku. ;)
Um helgina var ég í æfingabúðum í Skáholti. Þær standa alltaf fyrir sínu. :)
En jæja, meira seinna.
mánudagur, janúar 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli