föstudagur, febrúar 09, 2007

Ljón á veginum!

Ég á ljón á veginum! 2004 árgerð, keyrður 33.000 km! Silfurlitaður! Geðveikt flottur! Peugeut 206!!!! :D Ég er rosa ánægð. Og ég þurfti nánast ekki að gera neitt! Pabbi bara kom í bæinn einn föstudaginn og sagði mér að gamli læmgræni pólóinn minn væri farinn að bila of mikið og ég að þyrfti nýjan. Þannig að við drifum okkur hið snarasta á næstu bílasölu til að skoða runó klíó sem pabbi hafði séð á netinu. Það reyndist vera lítil rauð títla. Meira að segja pínu lítil rauð títla. En þá rak pabbi augun í þetta líka fína ljón, nánast við hliðina á títlunni! Við fengum að prófa hann líka. Og hann uppfyllti allar mínar kröfur, þ.e.a.s. hann var flottur á litinn og með geislaspilara! Þetta eru aðalkostirnir sem ég sé við bíla. Þess vegna var gott að hafa pabba með... Það fyrsta sem hann gerði var að tékka á bókinni sem fylgdi bílnum til að athuga hvort allt væri ekki örugglega í lagi. Svo var tékkað hvort þetta væri nokkuð tjónabíll, hvaða eigendur höfðu verið að bílnum og þar fram eftir götunum. Mér skilst að þetta skipti allt saman miklu máli... En ljónið mitt stóðst þetta allt saman og við fengum að keyra heim saman! :) Nú á ég orðið tvö ljón! Eitt sem kúrir sig ofan á sænginni minni á nóttinni (og lánar mér náðsamlegast smá horn af henni) og annað sem fylgir mér trúfast hvert sem ég fer á daginn! Ekki amalegt! :) (Og þess má geta að pabbi útvegaði mér bæði ljónin...) Og svo tók pabbi bara gamla læmgræna pólóskrjóðinn og ætlar að selja hann fyrir mig. :) Sem sagt, ég þurfti nánast ekkert að gera en að skrifa undir. Það er gott að eiga góðan pabba. :D

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ljónið:)

Nafnlaus sagði...

Takk takk :)