Við mamma gerðum góða tilraun um daginn til að kveikja í stofunni... Og úr varð varðeldur...
laugardagur, júlí 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það var nefninlega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr)
3 ummæli:
Sigga! Viltu vinsamlegast reyna að kveikja ekki í húsinu þegar þú ert að reyna að herma eftir mér í matargerð :-þ
Hvernig heppnaðist þetta? Ég reikna með að húsið (og tölvan) hafi sloppið þar sem það hafa komið inn fleiri blogg eftir þetta ;)
Hehe. :) Þetta byrjaði allt saman rosalega vel. En svo þegar við vorum svona hálfnaðar byrjaði loginn að minnka. Við ákváðum því að bæta á sprittið. Og mamma setti aðeins of mikið þannig að það lak meðfram brúninni... :P En byrjendurnir við tókum ekkert eftir því og kveiktum bara í aftur og hentum pottinum á. En svo fóru logarnir að teygja sig upp með pottinum og þá fór okkur ekki að lítast á blikuna... Þannig að við rifum pottinn af svo að það myndi ekki kvikna í olíunni. Svo smelltum við bara stórum potti yfir eldinn þannig að hann dó. Enginn skaði skeður. Og við erum reynslunni ríkari... :p
HAHAHAHA!
Kjánaprik :þ
Var ekki örugglega bómullarhnoðri í sprittdallinum? Líka þá á að vera svona yfir honum þannig að þú getur opnað og lokað fyrir göt, með því að loka fyrir aukagötin minnkaru logann :þ
Ég hef btw aldrei þurft að bæta við spritti, hversu lengi sem máltíðin hefur staðið. Hverskonar spritt voruð þið með? Það á að nota rauðspritt en ekki sótthreinsandi spritt, sko, þ.e. brennslusprittið, ekki það sem ætlað er til hreingerninga :þ
Skrifa ummæli