Um seinustu helgi fórum við til Patra sem er ca. 200 km til vesturs. Við tókum lest þangað þannig að það tók okkur ekki nema tæpa tvo tíma að komast þangað. Patra er þriðja stærsta borg Grikklands (stærsta borgin á Peloponnese skaganum). En þrátt fyrir það fannst mér hún virka frekar lítil. En við fundum samt nokkra áhugaverða staði til að skoða.
Fyrst fundum við lítið leikhús í gamaldags grískum stíl (þó að það sé upphaflega byggt af rómverjum). Það var flott en hljómurinn var ekki eins og ég hafði búist við samt. Ég prófaði að standa í miðjunni og syngja eitt lag en Agnes og Simon (sem voru með mér) heyrðu voðalega lítið í mér. Ég hlakka til að sjá stóra gamla gríska leikhúsið þar sem hljómburðurinn á að vera algjörlega stórkostlegur. :)
Eitt var samt sérstaklega merkilegt við þetta leikhús var að það var ennþá í notkun! Það er ennþá verið að setja upp leikrit þarna. :) Mig langar einhvern tíma að fara á þannig leiksýningu. :þ
Næst fundum við virki í miðri borginni. Ekki eins flott og virkið sem ég skoðaði seinast upp á fjallinu en allt í lagi samt. :)
Útsýnið var líka flott þaðan.
Við fundum líka þessa styttu á litlu torgi þar sem við stoppuðum til að reyna að finna út hvar við værum. Og ein dúfan hafði fundið þennan líka fína svefnstað á hausnum á styttunni! xD
Næst fundum við stórkostlega kirkju!
Kirkjan var líka rosalega falleg að innan, allt í gulli og skreytingum. Og allir sem komu þarna inn kysstu allt! Allar myndirnar, styttur, allt saman. Ótrúlega furðulegt. Allt var útatað í kossaförum! :þ
Engin ummæli:
Skrifa ummæli