Þessa byggingu fundum við þegar við vorum að leita að McDonalds. :þ Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er en byggingin er flott enga síður.
Þessa gaura fundum við líka í þegar við vorum á leið á McDonalds. Þeir standa þarna í einn klukkutíma í senn og svo eru vaktaskipti. Og í hvert skipti er alveg svaka athöfn, lítur næstum út eins og dans. :þ
Þetta var á klósettinu okkar á hótelberberginu...
Þetta var útsýnið af þaki hótelsins.
Á föstudeginum fórum við svo á aðal safnið í Aþenu. Það er stórt og hefði þurft allavega heilan dag til að skoða en við fengum bara 3 klukkutíma þannig að aumingja leiðsögumaðurinn þurfti nánast að hlaupa með okkur í gegnum safnið. :þ Hérna koma nokkrar myndir frá safninu
2 ummæli:
Úllala, ég yngist upp um nokkra áratugi og er ég nú ung enn :-). Sá þessi vaktaskipti á sínum tíma og kapparnir eru enn í eins múnderingu. Mig minnir að það sé þinghúsið sem er á fyrstu myndinni - allavega er til mynd af mér á milli súlnanna á þessu húsi. Fornmynjasafnið er meiriháttar og mikil upplifun að ganga innan um svona nokkurra þúsundára gamalla muna og stytta. Þvílíkir snillingar sem kapparnir voru í den.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Hvað er málið með skófatnaðinn á vörðunum?? Þeir virðast klárlega ekki vera til þess ætlaðir að hlaupa á :-þ
Skrifa ummæli