Eins og kannski flestir hafa áttað sig er ég á leið til Grikklands í byrjun september. Og ég sá fram á að ég þyrfti að kaupa mér fartölvu fyrir ferðina þar sem það er eiginlega ómögulegt að vera fartölvulaus úti, og gamla fartölvan mín er orðin 8 ára gömul og virkar varla lengur... Og mér var nú svona varla farið að lítast á blikuna með að þurfa að kaupa mér tölvu þar sem þær eru nú ekki beint ódýrar og það hefur harnað í ári hjá mér í ár eins og flestum öðrum íslendingum. Og ég vildi helst geta haft smá varasjóð úti ef eitthvað skildi nú koma upp á. En ég sá fram á að þurfa að eyða seinustu krónunni minni í að kaupa skítsæmilega ódýra fartölvu sem ég gæti komist á netið á og sett myndir inn á en ekki mikið meira. En það endaði nú heldur betur ekki þannig. Við mamma fórum nefninlega upp í Hóla um helgina með Rósu frænku og eftir matinn, kemur Rósa þá ekki með stóran skærbleikan pakka handa mér. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið. Ennþá alveg furðulostin las ég á kortið og þá kom í ljós að pakkinn var frá stórfjölskyldunni minni. Þegar ég sá öll nöfnin þá fór mig nú að gruna að þetta gæti verið eitthvað stórt en var samt engu nær um hvað þetta var. Svo reif ég bleika pappírinn utan af. Þá kom í ljós pappakassi með hvítum strikamerkjum á. Og þá fór mig að gruna að þetta gæti verið fartölva en ég hugsaði með mér að það bara gæti ekki verið! En það reyndist nú samt sem áður vera fartölva! Glæsileg glansandi alvöru dell fartölva! Miiiiklu flottari tölva en allar tölvurnar sem ég var búin að skoða! Ég grét af gleði! Núna get ég tekið með mér (ótrúlega flotta) fartölvu út OG varasjóð ef eitthvað skildi koma upp á! :D Það er víst ekki hægt að segja annan en það að það er gott að eiga góða að. :)
Takk ÆÐISLEGA fyrir mig! :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli