fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Tveir helaumir...

Ég var í blóðprufu í morgun, bara svona til að tékka hvort ég sé ekki við hesta heilsu áður en ég fer út til Grikkklands. Ég settist (svona næstum) slök í stólinn og konan batt um handlegginn á mér og herti að.
BIÐ...
KONAN: "Hmmm..." Potar í handlegginn á mér.
BIÐ...
Heldur áfram að pota í mig.
Þegar hérna var komið var ég eiginlega farin að bíða eftir stungunni. Hvað tók eiginlega svona langan tíma?! Loksins lætur hún svo verða að því og stingur.
KONAN: "Hmm..." Juggar nálinni fram og til baka, til hliðanna og stingur dýpra og svo dýpra...
Hérna var ég örugglega orðin græn í framan.
KONAN: "Nei, ekkert."
Hvernig er hægt að stinga mig með nál og finna ekkert blóð???
Konan snýr sér svo að hinum handleggnum á mér. Og þar endurtekur hún rútínuna. Bindur um hann, herðir að, bíður..., potar, bíður..., potar meira, hmm-ar, og finnur svo (LOKSINS) nothæfa æð einhver staðar á hliðinni á handleggnum!
Og eftir sit ég með tvo helauma handleggi.

1 ummæli:

Ingibjorg sagði...

oj oj oj oj oj!

Átt að láta viðvörun fylgja með svona færslum >.<