Jæja þá er ég komin heim frá Finnlandi. Hérna kemur smá ferðasaga:
19.05.06
Vaknað kl. 02:30 (óguðlegur tími til að vakna á). Mætt niður í Kópavog um kl. 03:30. Um kl. 04:00 kom rútan og sóttu mig og keyrði út á flugvöll. Við fórum í loftið rúmlega sjö. Ég skil ekki af hverju það þarf að fljúga svona snemma! Við lentum í Stokkhólmi um 3 tímum seinna. Svo tókum við rútu niður í bæ og svo niður á höfn. Stuttu seinna fórum við í borð í Gabríellu, sem er flottasta skip sem ég hef komið á. Við vorum á neðstu hæð (vélardekk neðst, svo við og svo tvö bíladekk og svo aðarar káetur) þannig að við fundum ekki svo fyrir veltingi. Svo kom fullt af búið, allt taxfree. Svo voru næturklúbbar með lifandi tónlist, karioki bar, fullt af veitingarstöðum, sundlaugar-sauna-bar-klúbbur, all you can eat and all you can drink (líka áfengi) hlaðborð. Þetta var æði! Samt var það geiðveikt furðulegt að ég var með sjóriðu í svona 2 daga á eftir. Stundum þegar ég sat eða þegar stóð kyrr leið mér eins og ég væri enn á skipinu. Skrýtin tilfinning...
20.05.06
Gabriella lagði að höfn í Helsinki. Við fundum hótelið okkar og fórum svo að stað í skoðunarferð. Megnið af deginum fór í að læra á sporvagna-, strætó- og neðanjarðarlestarkefið og finna sér hluti sem maður vildi skoða seinna. Sporvagnar eru furðuleg fyrirbæri. Ég var dauðhrædd við þá, en það er ótrúlega þæginlegt að ferðast með þeim. Svo ferðaðist ég í fyrsta skipti með neðanjarðarlest! :) Ótrúlega auðvelt og sniðugt! Svo var náttla Eurovision um kvöldið. Það var mjög gaman að vera í höfuðborg Finnlands þegar Lordi vann! :) Allir flautandi út um allt, allir öskrandi Lordi og hallelúja. Um miðjan dag daginn eftir voru sumir ennþá að. Ég held samt að á meðan á sjálfri keppninni stóð vorum við miklu spenntari en Finnarnir. Þeir urðu örlítið spenntari meðan stigagjöfin var. En við fögnuðum samt miklu meira en þeir þegar Lordi vann. :) Við höfum kannski verið á svona rólegum bar. Finnarnir horfðu meira á okkur en keppnina... :p En allavega, áfram Lordi!! Þetta er það næsta sem íslendingur getur komist því að vinna Eurovision, að vera í landinu sem vinnur! :)
21.05.06
Við fórum í Linnanmäki, sem er tívolíð. Ég hélt ég myndi deyja úr spenningi! Tívolíið sjálft var að vísu ekkert allt of stórt, en alveg nóg samt til að verða spennt yfir. :) Það var fullt af rússíbönum og svona turn sem skýtur manni 60 m upp í loftið. Annars leið dagurinn nokkurn veginn bara í sælumóðu. Fyrir utan þegar ég asnaðist í vatnsrússíbanann. Við höfðum nokkur farið í svona hálfgert rafting og orðið doldið blaut þar. Þess vegna ákvað ég, galvörsk, að smella mér í vatnsrússíbanann, svona rétt áður enn ég þornaði. Ég ákvað svo að vera geðveikt klár settist aftast og ætlaði að láta fremsta fólkið taka allar gusurnar. En það fór sko ekki þannig. Þegar rússíbaninn skall í vatnið, þeyttist upp svakaleg alda sem fór yfir allan bátinn (án þess að bleyta fremsta fólkið neitt að ráði) og endaði í sætinu hjá mér. Ég gat undið fötin mín á eftir. Aldrei að setjast aftast í vatnsrússíbana! (Eða bara aldrei að fara í vatnsrússíbana.) Eftir tívolíið fórum við út að borða á mexíkóskan stað og svo fór ég heim. Var komin heim milli 10 og 11 um kvöldið og var þá ennþá rennandi blaut. Iss piss!
22.05.06.
Í dag fórum við með ferju út í einhverja eyju rétt fyrir utan Helsinki. Það var mjög gaman. Við skoðuðum gamlan kafbát, fallbyssur og gömul virki. Svo fundum við okkur grasblett og borðuðum nestið okkar. Þá var kominn hrollur í fólk og við ákváðum að fara í leiki til að halda á okkur hita. Hókí pókí og Fram fram fylking urðu fyrir valinu. Nokkrir Finnar stoppuðu til að horfa á okkur. :) Hver segir svo að við vekjum ekki athyggli þegar við ferðumst erlendis! :p
23.05.06
Þetta var nú ekki beint spennandi dagur. Í fyrsta lagi var ausandi rigning. Í öðru lagi eyddi ég megninu af deginum í rútu á leið til Vaasa. Í þriðja lagi var ekkert að sjá nema tré! Þegar við komum til Vaasa skánaði þetta aðeins. Hótelið sem við vorum á var svakalega flott. Við sváfum að vísu í einni stórri flatsæng en hótelið sjálft var samt mjög flott.
24.05.06
Í dag hófst kóramótið! :) Það var mjög gaman að sjá alla hina kórana. Það var japanskur kór þarna sem var mjög góður, en auðvitað vorum við best. ;p Ég gat samt ekki mikið sungið, þar sem ég var að drepast í hálsinum. :( Streptókokkarnir að taka sig upp aftur. Ég var því voða þæg og fór snemma að sofa meðan flestir fóru á djammið til að halda upp á að við værum best.
25.05.06
Í dag var annar í kóramóti. Og auðvitað vorum við ennþá best. :) Þrátt fyrir að ansi margir væru þunnir eftir djamm gærdagsins. Um kvöldið fórum við svo út að borða á kínverskan stað og svo kíktum við aðeins út á lífið. Það var mjög gaman. Við fundum stað sem hét Olivers inn, þar sem bjórinn kostaði aðeins 2 eða 3 evrur. :)
26.05.06
Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Ég byrjaði daginn rólega og svaf út. Svo kíkti ég aðeins í HM og fleiri skemmtilegar verslanir en verslaði nú samt ekki mjög mikið. Svo fórum við upp í einhvern turn þar sem við sáum yfir alla borgina. :) Það var mjög gaman. Svo var líka útimarkaður á torginu. Þar fann ég Lordi-bol. :D Loksins! Ég var búin að vera að leita að einhverju Lordi-dóti frá því í Helsinki!
27.05.06
Í dag fórum við að skoða gamla bæinn. Það var ágætt, en ekkert brjálæðislega gaman. Þetta voru mjög flottar byggingar samt. :) Um kvöldið fórum við svo á tónleika, búlgörsku ívurnar! Mér fannst þær geðveikar, þó að allir hefðu ekki verið eins hrifnir og ég. Svo strax á eftir fórum við á aðra tónleika þar sem við sáum meðal annars ítalskan karlakór. Hann var mjög góður en það furðulegasta við hann var að stjórnandinn stóð inn í hópnum og stjórnaði þaðan þannig að áhorfendurnir sáu ekkert. Ég sá þetta bara af því að ég var svo langt út á hlið og gat séð hendurnar á honum. Furðulegt! Svo eftir tónleikana var ball. Japanski kórinn var þar. Við vorum öll að reyna að tala við þau og dansa. Það var samt svo greinilegt hvað þeirra menning er öðruvísi en okkar. Þau til dæmis dreifðu nafnspjöldum með heimilis- og netföngum í gríð og erg. Og þau leistu næstum alla sem þau töluðu við út með smágjöfum. Mér skildist á Gísla (sem hefur verið í Japan) að þetta væri hefð hjá þeim. Ég fékk blævæng og skrautkarla. :)
28.05.06
Í dag fórum við í Tropiclandia sem átti að vera spa og vatnsleikjagarður. Við borguðum 9 evrur inn og ég labbaði vongóð út úr klefanum. En ekki fannst mér þetta 9 evru virði. Það var bara ein rennibraut opin. Að vísu var skeiðklukka á henni þannig að maður gat séð hversu lengi maður var en 9 evrur?? Svo var þarna bar. Það eina sem mér fannst vikrilega skemmilegt og hefði ekki vilja sleppa var að á klukkutíma fresti kom öldugangur í lauginni. Og engar smá öldur! :) Það var mjög gaman. Svo voru auðvitað nokkur sánu og svoleiðis en nuddið var lokað. :( En ég skemmti mér samt mjög vel.
29.05.06
Þá var heimferðardagurinn runninn upp og 10 daga Finnlandsferðinni lokið. Við flugum frá Vaasa til Svíðþjóðar með lítilli flugvél. Svo flugum við frá Svíþjóð til Íslands. Og í fluginu á leiðinni heim var ég komin með bullandi hita. :( Það kom mér í sjálfu sér ekki mikið á óvart þar sem ég var búin að vera hálf ræfilsleg. Um kvöldið var ég komin með 40 stiga hita. :(
þriðjudagur, maí 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli