þriðjudagur, maí 09, 2006

Why me??

Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?!? Ég er komin með streptókokka!!! Og ég er að fara í söngpróf! Og það eru engin sjúkrapróf! Þetta er svooo ósanngjarnt. Sem betur fer tókst mér að fresta prófinu um einn dag. Og ég er í þagnarbindindi fram að því, sem þýðir að ég get ekki æft mig neitt. :( Bömmer bömmer bömmer. Eins gott að þetta pensilín virki eins vel og læknirinn sagði. Í versta falli verð ég ósönghæf og verð að taka prófið á næsta ári. *sniff*

1 ummæli:

Ingibjorg sagði...

Ojjjjj æj greyið mitt :( Vona að þér batni fyrir prófið!