föstudagur, maí 05, 2006

Martröð

Ég fékk HRÆÐILEGA martröð í fyrri nótt. Mig dreymdi að ég væri að fara í söngprófið mitt (sem ég er að fara í á miðvikudaginn!!!!!!) Það var bara klukkitími í prófið og ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að læra eitt lagið... *brrr* Hræðileg tilhugsun! Ég vaknaði upp, skelfingu lostin, og sofnaði ekkert aftur. :( Þetta sat svo fast í mér að ég nýtti allan frítímann minn í að æfa mig fyrir prófið, og passaði að gleyma engu!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ vildi bara segja gangi þér vel í söngprófinu :) hafðu það gott....