Ég er farin að hlakka til jólanna. :) Ég er svooo mikið jólabarn. Mig langar svo að byrja að skreyta og setja upp seríur en mamma þvertekur fyrir það. Íhaldssemi alltaf hreint! Af hverju ekki að njóta skrautsins í sem lengstan tíma? Af hverju bara einn mánuð? Mér finnst það bara allt of stuttur tími.
Ég er líka farin að spá í jólagjafir. Ég er búin að spyrja nokkra um hvað þá langar í í jólagjöf og finnst sjálfsagt að viðkomandi hafi svar á reiðum höndum. Svo fæ ég náttla til baka: "En hvað langar þig í??". Og þá allt í einu finnst mér allt of snemmt að hugsa um það... ;p Furðulegt...
En jæja, hérna kemur þetta:
Hvað langar ykkur í, í jólagjöf??? :)
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli