föstudagur, nóvember 17, 2006

Veik enn og aftur

Jæja, þar kom að því að mín varð veik. Ég sem er statt og stöðugt búin að halda því fram að eftir þessa bölvuðu kirtlatöku þá geti ég ekki orðið veik. Enda er ég búin að vera stálhraust alveg þangað til núna. :( En þetta 50°C frost á miðvikudaginn fór alveg með mig. Vaknaði upp með hita daginn eftir. Bömmer bömmer bömmer. Ég sem mátti alls ekki vera að þessu! Á fimmtudaginn átti ég t.d. að vera á sex stöðum!!! Fyrst var það sjúkraþjálfun. Svo náttla vinnan mín á leikskólanum. Og svo var það undirleikur í skólanum. Mjög mikilvægur tími! Sérstaklega þar sem ég missti af seinasta tíma líka út af vetrarfríinu. Þannig að, enginn undirleikur í tvær vikur! :( Svo var það tónlistarsaga. Það styttist óðfluga í próf þannig að það kom sér mjög illa. Svo var það kóræfing. Það eru tónleikar eftir viku þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu slæmt það var! :( Og svo vinnan upp í Miðlun. Dagurinn í dag var skárri. Ég átti "bara" að vera á þremur stöðum í dag. Vinnan, söngtími og tónheyrn. En það var mjög slæmt að missa af söngtímanum, sérstaklega þar sem kennarinn minn var að gefa mér þennan tíma af því að ég missti inn úr út af vetrarfríinu. Og það er meira að segja bannað að bæta upp tíma vegna frís en hún ætlaði samt að gera það fyrir mig! Og svo var ég bara veik. :( Bömmer bömmer bömmer.... Og ég er ekkert að skána og ég er að fara í grímupartí á morgun. AAAAARRRRGGG!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga!!!

Hvar er jólaóskalistinn þinn? :þ

-Ingibjörg frænka :þ