Ég var að gerast heimsforeldri. :) Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þá er ég bæði heimsforeldri og með SOS barn. :)
Ég vill endinlega hvetja fólk til að gerast heimsforeldrar. Maður styrkir um ca. 1000 kr. (það eru frjáls framlög en flestir styrkja um 1000 kr.) á mánuði. Það munar ekki svo um það. Þetta er ekki einu sinni ein bíóferð! (Með poppi og nammi...) En fyrir einn lítinn 1000 kall er t.d. hægt að bólusetja 60 börn á Indlandi. Og miðað við það að það deyja 30.000 börn á dag úr einföldum barnasjúkdómum sem væri hægt að útrýma með bólusetningu þá er ekki hægt að segja annað en að þeim 1000 kalli sé vel varið. Hver króna skiptir máli í þessu samhengi.
Það er hægt að skrá sig á unicef.is. Og koma svo fólk!!! ;) Manni líður vel á eftir! :)
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli