mánudagur, nóvember 06, 2006

Alein heima

Ég er mikið búin að fárast yfir að ég er aldrei ein heima. Ef mamma er ekki heima þá er Þengill frændi heima. Svo núna um helgina varð ég loksins ein heima! Mamma farin út úr bænum og Þengill heim. Nú skyldi mín sko njóta þess að vera ein heima! En það fór nú ekki alveg þannig... Ég var ein heima, það vantaði ekki. En mér hundleiddist og vildi óska að einhver hefði verið heima... Furðulegt.

Engin ummæli: