þriðjudagur, janúar 09, 2007

Nátthrafn

Ég er ekki atvinnulaus lengur. Ég var það nú svo sem ekki lengi svo sem. Þrír dagar eru samt alltaf þrír dagar. En allavega, ég er sem sagt formlega orðin blaðberi! Ég þarf að sækja blöðin út í Garðabæ kl. 01:30 á nóttinni og vera byrjuð að bera út kl. 02:00 og búin fyrir kl. 07:00 á morgnanna. Mér hefur ekki ennþá tekist að klára fyrir sjö en það kemur vonandi. Enda er ég bara búin að bera út í þrjár nætur. Þetta er samt ekkert smá magn af blöðum! 522 stykki! En þetta er alveg ágætlega borgað. 190.000 kr. á mánuði. Betra en á leikskólanum... Og þetta er bara á virkum nóttum! Þess vegna ákvað ég að prófa þetta, allavega í einn mánuð. Ekki verður það verra ef nokkur kíló fara í leiðinni... ;)

2 ummæli:

Bidda sagði...

Ertu að vinna sex nætur í viku fyrir þennan pening? Fimm tímar slaga nú alveg upp í heila næturvakt.

Nafnlaus sagði...

Nibbs, bara 5 nætur í viku. :) Ég hugsa að ég gæti aldrei unnið 6 nætur....