laugardagur, desember 30, 2006

Yngist með aldrinum...

Þegar ég var krakki og unglingur var ég mjög barnaleg í útliti og alltaf talin yngri en ég var. Ég var meira að segja einu sinni spurð um skilríki þar sem aldurstakmarkið var 16 ára, en ég var 18 ára. Þannig að þegar ég byrjaði að drekka hvarflaði það aldrei að mér að prófa að fara í ríkið og kaupa mér áfengi. En á afmælisdaginn minn þegar ég varð tvítug stormaði ég stolt inn í ríkið og keypti mér bjór, tilbúin að rétta fram ökuskírteinið mitt. En viti menn, ég var ekki spurð um skilríki! Ég varð ekkert smá svekkt. Kannski ég hefði getað farið í ríkið miklu fyrr! En allavega, þessi næstum þrjú ár sem ég hef haft aldur til að fara í ríkið hef ég bara tvisvar verið spurð um skilríki. Og það var seinustu tvö skipti. Og ég sem er að verða 23 ára gömul! Ég hlýt að yngjast með aldrinum eða eitthvað svoleiðis... Furðulegt. Það verður spennandi að sjá hvort ég verð spurð um skilríki næst eða ekki. :)

2 ummæli:

Bidda sagði...

Átta ára gömul dóttir hennar Drífu systur minnar (sem er fædd '79) heldur að mamma sín sé eldri en ég. Eða ég yngri en hún, það er víst ekki alveg það sama. Það er nefnilega svo fullorðins að vera mamma. Ef ég bara sleppi því að verða mamma þá verð ég aldrei fullorðin, ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Ég er nú ekki hissa á því þó svona trítla sé spurð um skilríki og eiginlega ætti að vera bannað að afgreiða þig með meira en HÁLFFLÖSKU