þriðjudagur, apríl 24, 2007

Rafmagn

Ég er með alveg ferlega vöðvabólgu. Og ég búin að reyna ýmislegt til að losna við hana... T.d. hljóðbylgjur. Ekki get ég sagt að þær bylgjur hafi verið hávaðasamar. Þær voru eiginlega bara alveg hljóðlátar... Er það ekki dálítið furðulegt að ekkert heyrist í hljóðbylgjum...? Svo hef ég líka prófað stuttbylgjur. Og leysigeisla... Og núna seinast í morgun, rafmagn! Það var eiginlega frekar skrýtið... Ég fékk tvær plötur á sitthvora öxlina og svo var straumi hleypt á. Fyrst fann ég bara smá kítl undir plötunum en svo fór ég að finna kítl alveg fram í hendur og upp í höfuð... Furðulegt. Ég sem hélt að rafmagn væri hættulegt...

1 ummæli:

Ingibjorg sagði...

Hehe kannski færðu brunablett eins og ég eftir rafmagnið :þ