Ég var í mesta sakleysi að keyra nýja fína bílinn minn um daginn. Allt í einu tók ég eftir því að bílinn var farinn að ganga furðulega. Ég einbeitti mér samstundis að ganginum til að reyna að finna út hvað þetta gæti eiginlega verið en þá hætti það. Ég var hugsi smá stund en hætti svo að velta mér upp úr þessu. Þetta var örugglega bara tilviljun. Stuttu seinna var bílinn aftur farinn að ganga furðulega! Ég einbeitti mér strax aftur að ganginum og lækkaði í útvarpinu í leiðinni til að heyra betur. En eins og hendi væri veifað hættu furðulegheitin! Stórfurðulegt! Það var ekki fyrr en í þriðja sinnið sem þetta endurtók sig að ég uppgötvaði hvað var að gerast. Vitleysingurinn ég var að slá taktinn á bensíngjöfinni!!! Svona getur tónlistin leikið mann grátt... :p
mánudagur, apríl 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli