þriðjudagur, apríl 17, 2007

Týndur leðurjakki! :(

Aðalfundur kórsins míns var haldinn á föstudaginn á Hressó. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bjórinn var frír. Sem er í sjálfu sér ekki heldur í frásögu færandi nema fyrir það að ég drakk talsvert af honum. Við skulum allavega orða það þannig að ég hafi drukkið alveg nóg. En ég komst allavega heil heim og (að ég hélt) með allt mitt með mér. En annað kom á daginn. Ég vaknaði daginn eftir við vondan draum þar sem mamma öskraði: "Hvaða leðurjakki er þetta???" Ég rauk fram og sá leðurjakka, en alls ekki minn leðurjakka. Þessi var svartur og þunnur. Og hann var mjög víður á mig og hnésíður! Og til að toppa allt saman var hann angandi af rakspíra! Minn jakki er aftur á móti brúnn og þykkur. Og hann er frekar þröngur á mig og mittissíður. Og hann angar sko ekki af rakspíra! Ég gæti ekki hafa fundið jakka sem var ólíkari mínum til að taka með heim. Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að vera leðurjakkar. Hvað var eiginlega í bjórnum...?
Allavega, FUNDARLAUNUM er heitið!!! Hans er sárt saknað! :(

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svo fyndið... hvað var í bjórnum??? En bara af því að þetta var ekki MINN leðurjakki. Mikil synd:(

Ingibjorg sagði...

Fyyyyyyyyyllibytta!

Ertu ekki annars örugglega búin að athuga uppá Hressó hvort einhver hafi skilað jakkanum þínum þar inn eða amk lýst eftir sínum? :þ