fimmtudagur, apríl 12, 2007

Smáfréttir

Hvernig væri nú að koma með smáfréttir, svona eins og smáskyr eða smáskilaboð...


  • Ég fór aftur í Kattholt um daginn. Og á meðan ég var þar þá fékk litli sæti horaði kisustrákurinn nýtt heimili! :) Aldeilis flott. En svo kom meindýraeyðirinn með læðu og þrjá pínulitla kettlinga. Það var ekki eins gaman en þeir voru nú samt óttalega krúttlegir.
  • Ég held að ég sé að verða einum of vön fjarstýringum... Ég er þrisvar búin að reyna að opna útihurðina með fjarstýringunni af bílnum...
  • Ég fór í sneiðmyndatöku á þriðjudaginn. Stórfurðulegt. Aldrei farið í svoleiðis áður. Plantað á einhvern bekk, stranglega bannað að hreyfa mig og svo er manni rúllað fram og til baka á meðan tækið snýst um mann. Ég hafði það allavega á tilfinningunni að það væri eitthvað inn í þessum hring sem snérist... Veit sossem ekkert hvort það er rétt. En allavega, ekkert fannst og ekkert vantaði og það er fyrir öllu. ;)
  • Ég er orðin húkkt á Aveyond. Fínn leikur.
  • Hvað er málið með jeppa á ló prófæl?? Ég hélt að jeppar væru til að jeppast á, ekki til að sýna sig á...

2 ummæli:

Jon Olafur sagði...

Sneiðmyndatöku?

�engill sagði...

Heyr heyr, jeppar á ló prófæl er eitt það hallærislegasta í heimi.

Var verið að taka mynd af brauðsneiðinni sem þú borðaðir fyrr um daginn. Múhahahah!!! ;)