fimmtudagur, september 14, 2006

Kirtlalaus

Jæja, þá er ég orðin kirtlalaus. Og svæfingin var í sjálfu sér ekkert mál. Ég lagðist bara á bekk og fékk æðalegg í handabakið. Svo kom svæfingarlæknirinn og sagðist ætla að gefa mér lyf, en að ég myndi ekki sofna af því. Það hefur örugglega verið svona kæruleysissprauta. Ég fann að ég varð öll dofin og svo man ég ekki meir... Ég hugsa að ég hafi bara sofnað af þessu kæruleysislyfi, þó að læknirinn segði að ég myndi ekki gera það. Það næsta sem ég man er hjúkrunarkona sem stendur yfir mér og segir mér að þetta sé búið. Mjög furðulegt. Sem sagt, svæfingin var ekki það versta. Að borða er aftur á móti algjörlega hræðilegt. Ég á að vera á fljótandi fæði eða mauki í viku til tíu daga! Ég er að drepast úr hungri en það er svo sárt að kyngja (líka vökva og mauki) að ég legg varla í það. Eins og er lifi ég á frostpinnum, abmjólk og barnamat. Svo er ég núna að sjóða mér rófur til að búa til stöppu. Vona að ég geti komið því niður. Ég prófaði í gær að mixa saman kartöflur og fiskibollur. Það var ágætt en samt eiginlega of þykkt til að ég kæmi því niður. Allar hugmyndir af girnilegum maukuðum mat eru vel þegnar.

1 ummæli:

BRFOOT sagði...

STREP THROAT