þriðjudagur, september 19, 2006
Egg
Jæja, þannig er mál með vexti að ég er með tvö stór göt í hálsinum á mér eftir þessa blessuðu aðgerð. Og mín ákvað núna áðan að vera voðalega sniðug og fá sér eggjahræru að borða. Það kom svo í ljós að það var ekki góð hugmynd. Hræran var ekki nógu vel maukuð. Og einn bitinn festist í öðru gatinu! Og ég get ekki með nokkru móti náð honum! Og hann sýnir ekki á sér neitt fararsnið heldur. Ég vona bara að hann grói ekki fastur við mig... Þá get ég allavega sagt með sanni að lítill hluti af mér sé hænuættaður...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli