Síðan ég fór í þessa blessuðu hálskirtlatöku hef ég verið undirlög af allskyns bólgum. Eyrun á mér eru bólgin, hálsinn auðvitað mjög bólginn og svo tungan! Tungan á mér er búin að vera mjög bólgin og þar af leiðandi hef ég átt í miklum erfiðleikum með að tala. Ég tafsa og á erfitt með að bera fram sum hljóð og þau fáu hljóð sem komast út hljóma asnalega út af bólgunum og sárunum í hálsinum. Niðurstaðan er sem sagt sú: ég hljóma eins og algjör hálviti! Og það fyndna er að ég fæ allt öðru vísi viðbrögð en ég er vön þegar ég tala við fólk í síma. Fólk sem þekkir mig er að vísu alveg eins en ég er búin að tala við nokkra ókunnuga líka. Og þeir koma fram við mig eins og ég sé þroskaheft. Mjög furðulegt. Mjög skiljanlegt miðað við hvernig ég hljóma, en það er samt furðulegt að láta tala svona við sig. Fyrst verður fólk tortryggið og veit ekki alveg hvernig það á að vera í símann. En svo fer það að tala við mig eins og ég sé barn...
En ég get með stolti tilkynnt að gamla góða röddin mín er á leiðinni aftur! :) Hægt en örugglega.
fimmtudagur, september 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ Hanna herna... er ekki viss hvort þú sert með retta numerið.. þar sem eg hef ekki heyrt frá þér...numerið er 6919248... vona að eg heyri frá þér....
Jahérna Sigga mín, þetta eru nú meiri ósköpin. En verðurðu ekki með í vetur þegar þú ert farin að skríða saman?
Jú jú, ég verð með í vetur. Um leið og ég verð sönghæf. :)
Skrifa ummæli