fimmtudagur, september 07, 2006

Áskrifandi hjá lækni

Ég var svo ákveðin að reyna að lífga þetta blogg eitthvað upp. Mér fannst það orðið allt of fullt af sorgar(sjúkra)sögum. En það ætlar ekki að takast hjá mér. Þannig er mál með vexti að mér tókst að flýta kirtlatökunni minni fram í næstu viku. (Fer á miðvikudaginn!) Þar með hélt ég að gæfan hefði snúist mér í hag. En hún lét á sér standa í þetta skiptið.
Í morgun þegar ég var í rólegheitum að dúllast á Miklubrautinni, (það er ekki annað hægt um 8 leitið. Umferðin silast á svona 10 - 20 km/klst) heyrði ég hátt ískur og fékk eitt stykki bíl beint á rassinn á mér. Litli sæti læmgræni pólóinn minn hentist áfram og ég fékk slink á hálsinn. Og þar með var ég aftur komin í samband við lækninn minn. Og komin á rótsterk bólgueyðandi lyf og á að láta skoða þetta eftir viku. Ég er sem sagt orðin áskrifandi hjá læknum næstu vikurnar. Ef það er ekki hálsbólga eða streptókokkar eða kvef eða kirtlataka þá er það árekstur. Ætli það sé enginn kvóti á óheppni...?

Engin ummæli: