mánudagur, september 11, 2006

Nálgast...

Jæja, þá nálgast stóri dagurinn. (Þ.e.a.s. kirtlatakan.) Ekki get ég sagt að ég hlakki til. Það verður jú gaman að vera laus við streptókokkana sem hafa verið óvelkomnir félagar mínir síðustu mánuði. Og jú, það verður gaman að losna við örfá kíló þar sem ég get bara lifað á fljótandi fæði... (Matmanneskjan ég á fljótandi fæði....? Horror!). Og sársaukinn er svo sem eitthvað sem hægt er að díla við. Það er svæfingin sem ég kvíði mest fyrir. Ég hef aldrei verið svæfð áður og mér finnst það hljóma mjög illa... Og ég verð alein! Mamma neitar að koma með! Segist þurfa að vinna. Piff! Í bæklingum sem ég fékk um aðgerðina stendur að foreldrar barnins verði hjá því þegar það sofnar og vaknar. Hvaða málið skiptir það að bæklingurinn er skrifaður fyrir tveggja ára gömul börn?! Ég er sko sannarlega barnið hennar mömmu minnar ennþá, þó ég sé tuttuguogtveggja!

Engin ummæli: