Jæja, þar kom að því! Ég er búin að þegja eins mikið og ég get síðan ég fór í þessa blessuðu hálskirtlatöku og syngja ekki neitt. Áðan fór ég svo í söngtíma. Og viti menn! Mín gat sungið! Jibbí! Og ég fór meira að segja á kóræfingu og allt saman á eftir! :) Og söngkennarinn minn segir að sennilega hafi röddin mín bara þykknað við þetta. Sem er gott...
Um helgina fór ég í kóræfingabúðir. Og ég var svakalega dugleg og söng ekkert! En þetta voru enga að síður furðulegustu æfingabúðir sem ég hef farið í... Í fyrsta lagi vorum við geðveikt fá um kvöldið! Einmitt þegar mesta stuðið var! Hvar voru eiginlega allir? Annað hvort hefur helmingurinn farið heim eða týnst í húsinu. Sem er vel mögulegt því það er svo stórt... Það var sem sagt fámennt en góðmennt. :) Ég skemmti mér allvega mjög vel. Í öðru lagi var þarna nýr kórmeðlimur fékk sér aðeins og mikið neðan í því... Honum tókst að brjóta rúm og gítar áður en hann ákvað að keyra heim... Furðulegt.
Á laugardaginn í æfingarbúðunum fór ég sturtu sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi. Nema hvað, ég hafði keypt eitthvað nýtt sjampó og þá fylgdi eitthvað með sem mín hélt að væri næring. Og auðvitað var stórum slurk af "næringu" skellt í hárið. Þá uppgötvaði ég að ekki var allt með felldu þar sem þetta virkaði engan veginn eins og næring. Ég ákvað því að skola þetta jukk úr hið snarasta en allt kom fyrir ekki! Það vildi ekki fara! Ég setti því sjampó aftur í hárið en ekkert virkaði. Þá ákvað ég að gera eins og dæmigerður Íslendingur og lesa leiðbeiningar, eftir á. Þar stóð að þetta væri einhvers konar serum til að fá hárið til að glansa. Og það glansar nú svo sem alveg! Það er eins og ég hafi borið olíu í hárið á mér! Mér líður eins og ég sé með geðveikt skítugt hár og er búin að þvo það nokkrum sinnum síðan á laugardag. En ekkert virkar. :( Einhverjar hugmyndir???
þriðjudagur, október 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli