föstudagur, október 27, 2006

Stolt

Eins og ég er hneyksluð á kórnum mínum, þá er ég aldeilis stolt af kerlingunum á leikskólanum mínum. Það ætla fimm kellur að prófa úthringiverkefnið. :) Leikskólastarfsmönnum munar sko sannarlega um peninginn. En nota bene, þær hafa líka kannski meiri tíma til að standa í svona heldur en uppteknir háskólanemar...

Kórinn minn var (vonandi) að leggja loka hönd á geisladiskinn sem við ætlum að gefa út. Við stóðum í næstum sex tíma í gær. Ég var gjööööörsamlega búúúúúin þegar ég kom heim í gærkvöldi. Ótrúlegt hvað þetta tekur mikið á. Halda fullkominni athyggli allan tímann. Fylgja stjórnandanum, passa hvernig maður tæklar hvern tón, ekki gleyma textanum, passa að hafa langa þögn á eftir hverju lagi o.s.frv. Allt of margt að hugsa um. En ég vona bara af öllu hjarta að þetta sé búið og diskurinn komi út fyrir jól. :)

Engin ummæli: