föstudagur, október 13, 2006

Hamingjuóskir!

Ég óska eftir hamingjuóskum! Loksins lét mín verða að því að segja upp á Dominos!!!! :) Þrefalt húrra fyrir mér!

Ég eiginlega fékk bara nóg. Ég er búin að vinna þarna í fjögur ár og tel mig bara hafa staðið mig nokkuð vel. Fá mistök og velgengni í sölukeppnum. Svo núna í sumar er ég náttla búin að vera frekar mikið veik. Og auðvitað var Dominos alveg brjálað yfir því og ég fékk margar ansi niðrandi athugasemdir. Ekki það að ég skil svo sem alveg pirringinn, enda var ég sjálf orðin hundleið á að vera alltaf veik, en það er óþarfi að vera með dónaskap. Það er ekki eins og ég hafi verið að reyna þetta. Svo fór ég í kirtlatökuna. Og þá varð Dominos ennþá brjálaðara yfir því. Halló, ég var að gera eitthvað í málinu!!! Láta fjarlægja streptókokkana, sem þeir voru búnir að vera brjálaðir yfir í allt sumar!!! Og auðvitað fylgdu ennþá fleiri niðrandi athugasemdir og pirringur í kjölfarið. Þannig að á fyrstu vaktinni minni eftir kirtlatökuna sagði ég upp. :) Þeir eru örugglega guðslifandi fegnir að losna við mig. Enda lét ég ekki vaða yfir mig og var búin að vera í góðu sambandi við stéttarfélagið þegar verið var að brjóta á mér. Starfsmannastjórinn var að verða brjálaður á mér... En allavega, ég er fegin að vera laus við þá. ;p

Engin ummæli: