laugardagur, desember 02, 2006
Handþvottur
Ég fór á Nings um daginn sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég fór á klósettið. Sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi heldur nema fyrir það að þegar ég þvoði mér um hendurnar fannst mér það óvenju þæginlegt. Ég var eitthvað svo slök í öxlunum og allt svo passlegt eitthvað. Þá uppgötvaði ég að vaskurinn var óvenju langt niðri miðað við aðra vaska. Og þar af leiðandi passaði hann mér miklu betur við mína hæð. :) Venjuleg vaskahæð hentar mér engan veginn því þá þarf ég að lyfta öxlunum upp að eyrum sem skapar meiri vöðvabólgu og vanlíðan. Mér finnst að vaskar ættu að vera stillanlegir fyrir hátt og smátt fólk... Því auðvitað er ekki gott heldur að þurfa að beygja sig niður. Þegar ég verð stór ætla ég að finna upp stillanlega vaska... :p
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli