föstudagur, mars 30, 2007

Viðskiptablaðið í dag

Framan á viðskiptablaðinu í dag er valdamesti maður í viðskiptalífinu í dag, samkvæmt skoðanakönnun. Nánar tiltekið, skoðanakönnun sem ég gerði! :) Þetta var sem sagt fyrsta verkefnið mitt í nýju vinnunni. Að hringja í helstu forstjóra og framkvæmdarstjóra í þjóðfélaginu og spyrja þá hvaða einstaklingur sé valdamestur að þeirra mati. Og þetta er útkoman. :) Forsíðufrétt á Viðskiptablaðinu og heil opna inn í líka. Ég get ekki verið annað en ánægð. :) Alltaf gaman að sjá að það sem maður gerir kemst í blöðin. Ekki það að nafnið mitt sé nefnt en það er aukaatriði. ;)

Engin ummæli: