Guði sé lof! Ég er búin í prófum!!! :) Ég var að klára söngprófið mitt í gær. Sönghlutinn gekk bara vel held ég. Ég gat allavega sungið í gegnum öll lögin mín sjö á þess að stoppa. :p Hinn hlutinn gekk ekki eins vel... Og það fyndna er að ég hafði miklu meiri áhyggjur af lögunum mínum heldur en tónheyrnarhlutanum af því að hingað til hefur tónheyrnin verið mér frekar auðveld. Það sem ég gerði ekki ráð fyrir var stressið. Hausinn á mér lokaðist gjörsamlega! Prófdómarinn lét mig fá eitt lag sem ég átti að syngja. Og gaf mér hljóminn og tóninn sem ég byrjaði á og svo fékk ég hálfa mínútu til að lesa yfir lagið áður en ég átti að syngja það. Og á þessari hálfi mínúti tókst mér ekki einu sinni að finna út í hvaða tóntegund lagið var! Samt var lagið í E-dúr sem maður lærir þegar maður er í 2. stigi... Þarf af leiðandi gat ég sungið fyrsta tóninn í laginu (sem prófdómarinn var búin að gefa mér) og svo ekkert meir. Næst spilaði hann fyrir mig tveggja radda laglínu og ég átti að syngja efri röddina. Og mér tókst að sjálfsögðu að klúðra því. Svo spilaði hann fyrir mig laglínu og spurði mig svo hvort endirinn hefði verið hálfendir eða aðalendir sem er nú yfirleitt frekar auðvelt að heyra. En nei, ég gat ekki svarað því. Og svo spurði hann mig hvort laglínan hefði verið í moll eða dúr, sem er líka mjög auðvelt að heyra, en mér tókst samt ekki að svara því. Því næst spilaði prófdómarinn stutt verk og spurði mig frá hvaða tímabili verkið var og viti menn! Loksins gat mín svarað rétt! Jibbí! Eitt rétt svar! Þá spurði hann mig í hvaða takti verkið var og ég gat að sjálfsögðu ekki fundið það út. Samt var það í 6/8 sem er nú ekkert erfitt að heyra. Svo lét hann mig klappa hrynmynd. Sem allir get! En mér tókst það samt ekki! Úff! Síðast fékk ég svo annað lag sem ég átti að syngja. Og það var sama upp á teningnum þar. Ég gat bara ekki fundið tóntegundina og þess vegna komu bara fyrstu tónarnir. Ég vona bara að þessi hluti af prófinu gildi ekki mikið... Þetta er samt svo svekkjandi af því að ég veit að ég get gert þetta allt saman. Ég get meira að segja gert þetta mjög vel! Ætli þetta flokkist ekki undir prófkvíða?
laugardagur, maí 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli