miðvikudagur, október 25, 2006

Fordómar!

Ég er ferlega svekkt á kórnum mínum. :( Okkur var að bjóðast ofurgóð fjáröflun sem fellst í úthringiverkefni. Við yrðum þá að hringja fyrir sjálfstæðisflokkinn. Ég skil svo sem þá sem vilja ekki hringja fyrir sjálfstæðisflokkinn, það er þeirra mál. En þeir sem ekki vilja gera þetta af því að þeir hata símasölufólk... Eða finnst þetta leiðinlegt... Ég hef oft verið í vinnu sem er ekki par skemmtileg. En maður lætur sig hafa það, ef það er vel borgað. Og að hata símasölufólk eru bara fordómar. Ég vinn við þetta á hverju kvöldi og þetta er einhver best borgaða og auðveldasta vinna sem ég hef komist í. Jú, það þarf örlítinn kjark (og þá meina ég bara örlítinn, ekki meira en það) til að gera þetta. En fólk sem syngur á tónleikum fyrir fleiri hundruð manns hefur þann kjark. Þannig að ég veit ekki hvað er að aftra þeim, annað en fordómar gagnvart símasölufólki. :( Synd og skömm. Mig sem langar svo að komast til útlanda með kórnum í vor.

3 ummæli:

�engill sagði...

Ég skil mjög vel afstöðu fólksins. Þar eru alveg hreint ótrúlega margir sem þola ekki símasölufólk. Og skil ég það bara nokkuð vel. Og ef maður þolir ekki að það sé verið að hringja í mann á kvöldin, þá vill maður auðvitað ekki vinna við það sjálfur. Segir sig sjálft. Þó að það sé vel borgað.
Og þó að þér finnist þetta auðvelt þá er þetta alls ekki fyrir hvern sem er. ;) Skiljú?

Nafnlaus sagði...

Ég þoli ekki þegar það er verið að hringja í mig á kvöldin.... En ég læt það ekki aftra mér í að fá mér 66.000 kr. fyrir utanlandferð... ;p Mig langar til Prag. :) En það er rétt að öllum finnist símasölufólk pirrandi. En það er innan við 1 % af þeim sem ég hef hringt í sem eru pirraðir í símann. Flestir eru mjög kurteisir og almennilegir. Svo veit fólk ekki hvort það finnst þetta auðvelt eða ekki fyrr en það hefur prófað. Ég hélt líka að þetta væri ógeðslega leiðinlegt og erfitt. En það kom aldeilis annað á daginn. :)

�engill sagði...

Hvað veist þú um hvað fólk hefur prófað og hvað ekki? ;)

Og það eru ekki allir eins og þú Sigga mín. :)