Ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins! Carmina Burana hefur alltaf heillað mig upp úr skónum en þetta var... ólýsanlegt! Ég hef farið á þrenna tónleika með þessu verki. Og alltaf skemmt mér sérstaklega vel. Fyrsta skiptið sem ég heyrði það var þegar Háskólakórinn og Vox Academica fluttu það. Annað skiptið var með Fílharmoníunni. Og núna í þriðja sinn í kvöld með Óperukórnum. Fyrstu tvö skiptin voru mjög flott og skemmtilegt. En samt væri hægt að taka þau tvö og leggja þau saman en samt kæmi það ekki í hálfkvist við það sem ég varð vitni að í kvöld. Enda er það ekki sambærilegt þar sem Óperukórinn er í raun atvinnukór. Þetta var svo kraftmikið og flott að ég er ennþá með gæsahúð! Og ekki spilltu Diddú, Bergþór og Þorgeir fyrir. Algjör snilld og hreinn klassi! Ég er í skýjunum! :)
sunnudagur, mars 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli