Ég fór í Kattholt í gærmorgun. Þannig er nefninlega mál með vexti að ég hringdi þangað um daginn til að gerast félagi í Kattavinafélagi Íslands. Í leiðinni spurði ég svo hvort það væri möguleiki að fá að koma sem sjálfsboðaliði og vinna. Ég bjóst svo sem ekkert endinlega við því að það væri hægt, að þau vildu fá óvant fólk inn til hjálpa. En annað kom á daginn! Ég var boðin velkomin og mætti í gærmorgun kl. 8 og vann til kl. 12. Og reynslan var afskaplega ánægjuleg en líka afskaplega erfið. Ég var náttla að sjálfsögðu látin þrífa kisukassana, enda mesta vinnan við það, en það var í sjálfu sér ekkert erfitt þó að lyktin væri ekki góð. Erfiðast var að horfa upp á allar þessar óskilakisur sem þurfa svooo á athyggli og ást að halda. Þær voru sofandi í mestu makindum í búrunum sínum en um leið og ég labbaði framhjá stukku þær á fætur. Þær mjálmuðu, nudduðu sér upp við búrin, stungu loppunum og trýninu út og reyndu að ná í mig. Og ef ég leit á þær og labbaði til þeirra byrjuðu þær að mala. Bara við það að einhver sýndi þeim smá athyggli. Svo voru auðvitað nokkrar veikar kisur líka sem var mjög erfitt að horfa upp á. Það var t.d. einn lítill kisustrákur sem vildi endinlega leika við mig. En þegar ég nálgaðist hann sá ég að hann var rosalega horaður og korraði í honum þegar hann andaði. Hann hafði ekki einu sinni getu til að þrífa sig! Mig langaði mest að taka hann með heim. En á móti þessum erfiðleikum kom auðvitað að ég sá fullt af kátum og heilbrigðum kisum í leik og starfi. Ég sá t.d. 10 ótrúlega krúttlega og sæta kettlinga! :) Og svo voru tvær kisur að breima og voru alveg að missa sig yfir fressköttunum sem voru lokaðir inni í búrunum. Mjög fyndið. :) Og síðan þegar ég var að fara var ein kisan búin að koma sér veeel fyrir á peysunni minni og ætlaði sko ekki að sleppa! :) Ég ætla sko pottþétt aftur þangað til að hjálpa til.
mánudagur, mars 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli