Við mamma fórum á Sjávarkjallarann um helgina. Við áttum, kemur á óvart, gjafabréf. Meira að segja tvö! Ég átti eitt fyrir 2 x exotic menu og mamma 10.000 kr. Exotic menu reyndist innihalda forrétt, aðalrétt og eftirrétt þannig að við áttum 10.000 kallinn eftir bara til að drekka fyrir. :) Þannig að mamma pantaði sér dýrasta merlot rauðvínið og ég pantaði mér bjór og hvítvín. Svo byrjaði maturinn að streyma til okkar. Fyrst fengum við smakk frá eldhúsinu sem reyndist vera reyktur áll. Mér fannst hann ekki góður (en ég smakkaði þó) en mamma fékkst ekki til að smakka. Svo fengum við forréttina. Fyst kom chillihumar, mjöööög góður. Svo var lynghæna. Hún var ekkert smá lítil! Við þurftum nánst að leita að kjötinu, en góð var hún, það litla sem við fundum allavega. Síðan var djúpsteiktur krabbi í einhvers konar orlideigi. Og ég fann eiginlega ekkert kjöt á honum heldur, en ég held að það hafi bara verið kunnáttuleysi... Síðan fengum við héralundir, hráar, í einhvers konar súsí. Mjög spes, en ekki vont. Þá var komið að aðalréttinum. Við fengum saltfisk sem var mjög góður, bleikju sem var ennþá betri, rauðsprettu sem var líka mjög góð og svo skötusel sem var ekkert spes. Og svo var auðvitað rúsínuna í pylsuendanum, andabringu! Algjört sælgæti! Í eftirrétt fengum við tvenns konar krapís, karmellusúkkulaðibúðing, súkkulaðikrembrúlei með grænu sprengidóti (svona sem bubblar upp í manni) og einhvern furðulegan ávöxt sem var kallaður drottning ávaxtanna. Þetta lítur út fyrir að vera mikið en þetta tók samt ekki langan tíma... Frá fyrsta rétti til hins síðasta var um einn og hálfur tími. En jæja, þegar hér var komið við sögu áttum við ennþá eftir af gjafabréfinu hennar mömmu, þannig að það var ekkert annað að gera ein að setjast í setustofuna og leggjast í kokteilalistann. Mamma fékk sér kaffi og grand en ég fékk mér móhídó og svo ferskjuskot. Og fyrir þetta allt saman borguðum við 250 kr. :)
mánudagur, mars 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli