Ég er ein af þeim sem hleypi alltaf strætó ef ég mögulega get. Og hneyklast alltaf á þeim sem hleypa ekki strætó. En samt stundum verður maður bara að kvarta yfir strætó. Um daginn var ég í mesta sakleysi, eins og svo oft áður, að keyra niður Miklubrautina. Keyrir þá ekki strætó upp að hliðinni á mér og á sama tíma gefur hann stefnuljós og beygir inn á mína akrein! Og ef ekki hefði verið fyrir snör og skörp viðbrögð mín (ég sveigði umhugsunarlaust inn á næstu akrein og var bara heppin að enginn bíll var þar) hefði strætó keyrt á mig! Og ég hefði orðið að klessu. Á meðan ég sat með dúndrandi hjartslátt undir stýri og blótandi strætó í sand og ösku var ég staðráðin í að hringja og kvarta. En svo lét ég aldrei verða að því... Veit ekki af hverju...
fimmtudagur, mars 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég þoli ekki strætó!!! :(
Eina sem ég segi hérna er hvað það er sem ég þoli ekki.. ;)
Skrifa ummæli