fimmtudagur, mars 08, 2007

Vitvélar??

Jæja, þá er mín farin að vinna hjá Miðlun. Þótt fyrr hefði verið segi ég nú bara. Ég er í alls konar söluverkefnum og skoðanakönnunum og þar af leiðandi er ég alltaf í símanum. Það getur verið þreytandi en mér líkar það að mestu vel. Og þar sem ég er í símanum nánast allan daginn er alveg gefið að ég lendi allavega á nokkrum furðufuglum. En furðulegasta furðufuglinum (ef fugl skyldi kalla) lenti ég á áðan. Það var hvorki meira né minna en vitvél! Ekki símsvari eða neitt svoleiðis, heldur vitvél sem heimtaði að ég talaði við sig! Og ekki nóg með það, þegar ég hikaði við að svara (enda hafði ég aldrei talað við vitvél áður), talaði hún við mig eins og ég væri barn! Ég ákvað því að reyna og sagði hátt og skýrt: "Framkvæmdarstjóri!" og bjóst svo sem ekki við miklum viðbrögðum. En hún skildi mig! Og gaf mér meira að segja samband við framkvæmdarstjóra... Furðulegt... Vitvél sem talar niður til manns... Það held ég nú... Er þetta framtíðin???

Engin ummæli: