Ég hef afskaplega gaman af því að styrkja. Og ég vildi að ég hefði meira af peningum milli handanna til að styrkja góð málefni. En lang skemmtilegast finnst mér að styrkja börn. Eins og er styrki ég 3 börn. Eina stelpu frá El Salvador sem er 10 ára núna. Ég byrjaði að styrkja hana þegar hún var 8 ára. Ég hef sent henni litlar gafir og jólakort og hef fengið eitt kort frá henni sem var mjög gaman. Svo hef ég líka fengið tvær myndir af henni og eina mynd af allri fjölskyldunni hennar. Svo fæ ég líka reglulega upplýsingar um hana; hvað henni finnst gaman og hvernig henni gengur í skólanum. Og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ákvað að bæta við öðru barni og svo enn öðru. Á föstudaginn fyrir Eurovision fékk ég svo senda mynd og upplýsingar um barn nr. 2. Það reyndist vera 15 ára stelpa frá Bosníu. Á laugardeginum horfði ég svo á Eurovision þar sem Bosnía keppti með stæl. Og ég gat ekki annað en velt fyrir öfgunum í þessu. Núna var ég að styrkja munaðarlaust barn í Bosníu sem ríkið sjálft hafði ekki efni á að halda uppi og varð fá utanaðkomandi hjálp, en samt borguðu þau fyrir undir söngkonu til að taka þátt í Eurovision... Ekki það að ég sjái eftir peningum sem fer í barnið enda ekki stór upphæð; aðeins 2300 kr. á mánuði. En ef litlar 2300 kr. á mánuði halda upp einu barni (matur, læknishjálp, skóli, heimili) hversu mörgum börnum gætu krónurnar sem fóru í söngkonuna haldið uppi...? Ekki það að það að taka þátt í Eurovision er sjálfsagt gott fyrir sjálfstraust þjóða, en samt... Þetta er pæling. En annars er ég ekki enn búin að fá mynd af þriðja barninu en ég veit að það er 7 ára strákur frá Indlandi. :) Ég mæli með þessu. Þetta er ótrúlega gefandi og skemmtilegt.
miðvikudagur, maí 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli