þriðjudagur, maí 08, 2007

Tónleikar

Ég fór á tónleika á sunnudaginn hjá Vox academica sem var að flytja Ein Deautsches Requiem eftir Brahms. Ég ætlaði að vera mætt um kl. 15:30 en endaði á að vera mætt 10 mín. í fjögur. Ég sá fyrir mér að ég þyrfti að sitja aftast fyrir aftan einhvern svakalega stóran karl. Sú reyndist nú sem betur fer ekki raunin. Fremsti bekkur var tómur og ég plantaði mér að sjálfsögðu þar. Fremsti bekkur er nú kannski ekki beint talinn vera besti bekkurinn en í þetta skipti kom það ekki að sök. Ég sá alveg ljómandi vel allt sem ég vildi sjá og hljómsveitin og kórinn blönduðust bara vel þrátt fyrir að ég sæti nánast í fangingu á sellóleikurunum. :) Verkið var mjög flott (Brahms er alltaf flottur!) og ég skemmti mér alveg ljómandi vel. Ekki skemmdu Diddú og Kristinn Sigmunds fyrir heldur. En rosalega er Kristinn stór! Á alla kanta! Tumi og Diddú hefðu komist saman fyrir inn í honum! :)

Engin ummæli: