föstudagur, júní 15, 2007

Klessukeyrsla

Á miðvikudaginn sat í mestu makindun, eins og svo oft áður, í vinnunni. Allt í einu heyrðust þessir líka svakalegu skruðningar og læti fyrir utan gluggan hjá mér. Ég hrökk í kút og hljóp út í glugga, algjörlega sannfærð um að einhver væri búinn að keyra bílinn minn í klessu. Sem betur fer (fyrir mig) reyndist það ekki vera raunin. Beint fyrir neðan gluggann minn hafði gamall karl á of stórum bíl tekist að keyra upp 40 cm háan kant og fella ljósastaur og grindverk í leiðinni. En sem betur fer slasaðist enginn. En það munaði ekki miklu því ljósastaurinn datt inn í hárgreiðslustofu sem var beint á móti (inn um hurðina sem var opin! Ótrúlegt!) og lenti við fæturnar á rakaranum! Og svo gömul kona var svona sirka hálfan metra frá ljósastaurnum þegar hann datt. Það er því ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið lán í óláni. En það skrýtna við þetta var samt að ég var skálfandi lengi á eftir... Við hljóðin fékk ég alveg sömu skelfingartilfinninguna og þegar það var keyrt aftan á mig. Kannski ég hafi orðið fyrir meiri áhrifum við aftanákeyrsluna en ég hélt...

Engin ummæli: