laugardagur, júní 23, 2007

Úff

Ég fór aftur í Kattholt í morgun. Úff. Þetta var erfiðara núna en seinast. Kettlingarnir sem ég talaði um seinast voru orðnir ennþá veikari. Einn sá nánast ekkert því hann var með svo mikla sýkingu í augunum. Og annar var með blóðugt hor í nefinu. :( Og svo tók ein kisan upp á því að gjóta meðan ég var þarna! Ég fylgdist að sjálfsögðu spennt með en svo voru báðir kettlingarnir dánir. :( Sorglegt. En ég sá líka allir hinar kisurnar sem voru ekki veikar. Ég sá til dæmis eina algjöra rúsínu sem var nánast alveg blind með einhvers konar erfðagalli. Og hún var alltaf að reyna að tala við mig en steig alltaf ofan í vatnsdallinn sinn því hún sá auðvitað ekkert. Algjört krútt!

Engin ummæli: