Einu sinni var stelpa sem hét Sigga. Hún var að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík. Þetta var frekar dýr skóli sem kostaði ca. 200.000 kr. á ári. En Sigga var bara með 1.200.000 kr. í laun á ári þannig að skólagjöldin voru 1/6 af laununum hennar. Hún ákvað því að snúa sér til stéttarfélagsins til að sjá hvort það gæti nú ekki hjálpað henni. Fyrst kíkti hún á netið og sá að VR borgaði 50 % af skólagjöldum. Ekki slæmt! Því næst hringdi hún til VR til að vera viss. Þar fékk hún það uppgefið að af því að hún var svo tekjulág átti hún bara rétt á 12.000 kr. styrk á ári til náms, þar sem námsstyrkir voru tekjutengdir.
SAGA 2:
Einu sinni var stelpa sem hét Rósa. Hún var að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík. Þetta var frekar dýr skóli sem kostaði ca. 200.000 kr. á ári. Rósa var aftur á móti með 10.000.000 kr. í laun á ári. Hún átti því rétt á 100.000 kr. styrk á ári frá VR til náms en þar sem hún var svo tekjuhá þá munaði hana ekkert um þennan 200.000 kall. Þar af leiðandi nýtti hún sér ekki styrkinn.
BOÐASKAPUR:
VR græðir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli