sunnudagur, júní 10, 2007
Meira af Kattholti
Ég fór í þriðja sinn í Kattholt í morgun. Og ég verð að viðurkenna að þetta skiptið var mun auðveldara en hin tvö. Og það var aðalega út af því að ég var eiginlega bara að sinna hótelkisunum en ekki óskilakisunum. Helsti munurinn á hótelkisum og óskilakisum er að hótelkisurnar eru lang flestar heilbrigðar og hressar. Margar óskilakisur eru að sjálfsögðu líka hressar og heilbrigðar en samt eru líka margar mjög veikar. Og það er alveg hræðilegt að horfa upp á það. Ég sá samt líka nokkrar veikar kisur núna eins og hin skiptin. T.d. sá ég 4 afskaplega veika kettlinga. :( Það var mjög sorglegt. Pínulítil kisubörn, of veik til að leika sér, of veik til að bara vera kettlingar. :( En ég sá líka aðrar kisur. Ég sá t.d. eina kisu sem opnaði alltaf munnin með reglulegu millibili, greinilega að reyna að mjálma, en ekkert hljóð kom. Þegar ég fór að skoða hana nánar sá ég að hausinn á henni skalft, svona eins og á gömlu fólki. Ég fór að spyrjast fyrir um hana og þá kom skýringin. Hún var hvorki meira né minna en 23 ára gömul, jafn gömul mér! :) Hún var afskaplega elskuleg gömul kisa en þurfti að sjálfsögðu smá sérþjónustu, eins og stappaðan mat og svoleiðis. Ég vona að Kisi verði við jafn góða heilsu og hún þegar hann verður 23 ára... :p
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli