Allir í kringum mig segja að VR sé frábært stéttarfélag. En það er bara ekki satt! Ég er alveg búin að komast að því að VR stéttarfélag er ríkramannafélag! Efling (sem ég hef nú ekki haft mikið álit á hingað til) er þúsund sinnum betra félag að þessu leiti. VR vill ekkert fyrir mig gera af því að ég er ekki með nógu há laun. Ég fæ nánast enga styrki eða neitt, af því að allt er tekjutengt hjá þeim. Þannig að þeir sem eru með há laun fá mest frá þeim. Þegar ég fer á þing (takið eftir þegar, ekki ef...) þá ætla ég að setja þau lög að maður geti valið í hvaða félag maður borgar! Þá fyrst kæmi smá samkeppni í þetta og félögin færu kannski aðeins að leggja sig fram við að næla sér í fólk!
miðvikudagur, júní 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Furðulegt. Ég er í SFR og þeir hafa borgað háskólann fyrir mig frá upphafi, líka sjúkraþjálfun og sundskírteini og margt fleira. Fyrir utan endalaus námskeið í öllu mögulegu sem kosta svona 1000 kr. Færðu þetta ekki af því að þú ert of tekjulág eða hefurðu ekki verið nógu lengi í félaginu?
Ég er búin að vera í VR í 2 ár þannig að það ætti ekki að vera málið. :/
Þetta er allavega mjög hallærislegt, það verður ekki annað sagt.
Skrifa ummæli