mánudagur, júní 11, 2007

Hræðilegar aðstæður!

Ég er eiginlega alveg miður mín. Ég var að fá skýrlu um 7 ára strákinn sem ég styrki á Indlandi. Hann býr í dalítaþorpi og er stéttleysingi og á í rauninni enga von um betri framtíð. Hann býr í moldarkofa með stráþaki og að sjálfsögðu er ekkert rafmagn, rennandi vatn eða salernisaðstaða. Þegar hann kom til abc var hann með malaríu, orma, gat ekki gengið í skóla því að hann þurfti að vinna og átti nánast engin föt. Hann átti ekki einu sinni teppi til að sofa með á veturna. En núna fær hann mat, læknishjálp, þarf ekki að vinna, fær að ganga í skóla og fær meira að segja hjálp við heimanám á kvöldin!. Og fjölskyldan hans fær styrk fyrir ábreiðum, skólagögnum, mat og hreinlætisvörum. Og allt þetta borga ég, með litlum 1950 kr. á mánuði! Ég hvet alla sem eiga 1950 kr. á mánuði (eiga það ekki allir...? Þetta er ekki einu sinni kassi af bjór... Eða ein leigubílaferð heim...) að láta verða að því að styrkja barn. Með skýrslunni fékk ég sent kort frá honum sjálfum þar sem hann þakkaði mér fyrir og teiknaði fallega mynd handa mér. Afskaplega sætt. :) Ef það nægir ekki til að bræða fólk hvað gerir það þá?
Hérna getið þið skoðað myndir frá dalítaþorpinu:

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi færsla varð til þess að ég tékkaði á heimasíðunni og skráði mig sem styrktaraðila 10 ára stelpu í Úganda :)

Sigga Rósa sagði...

Snilld! :D