Ég á alveg pottþétt mýkstu vekjaraklukku í heimi. Það versta við hana er samt að hún virðist vera 10 mínutum of fljót og ekki viðlit að stilla hana... Þannig er nefninlega mál með vexti að á hverjum einasta morgni, nákvæmlega 10. mínutum ÁÐUR en ég ætla að vakna, heyrist stutt mjálm og svo mal og svo er byrjað að nudda sér upp við mig. Fyrst axlirnar, svo andlitið, svo fæ ég smá hárþvott og koddinn minn er þæfður. Og ef þetta dugar ekki til að vekja mig, sem það gerir nú yfirleitt, þá er farið á tærnar. Fyrst er nuddað sér upp við þær, svo sleiktar smá og á endanum, ef allt annað bregst, bitið í þær. Og það dugar undantekningaraust til að vekja mig, nákvæmlega 10 mínutum áður en ég ætla að vakna. Og ég bara veit ekki hvernig er hægt að stilla þessa blessuðu vekjaraklukku... Einhver ráð?
þriðjudagur, júní 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli