Af hverju get ég ekki bara fengið venjulega hálsbólgu eins og allir aðrir? Þar sem ég get bara labbað út í næsta apótek og keypt mér strepsils og verið orðin góð eftir viku? Ég er ennþá í þessum sprautum í hálsinn í hverri viku. Og það hefur nú svo sem vanist. En núna seinast hitti læknirinn eitthvað illa... Og í fyrsta lagi blæddi meira heldur en vanalega. Og í öðru lagi fékk ég stærðarinnar kúlu á hálsinum! Þetta var seinasta þriðjudag og nú er laugardagur og ég er ennþá með kúlu! Þegar ég lít til hliðar finn ég þrýsting á hálsinn. Og ég er líka með stærðar marblett. Ég finn svo sem ekkert brjálæðislega til en þetta er bara svo ógeðslegt! Að vera með kúlu á hálsinum! Og ef ég ýti á hana verður erfitt að anda... Oj bjakk!!! Ég heimta venjulega hálsbólgu næst, takk!
laugardagur, júní 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli